GOLFKLÚBBURINN·MÁNUDAGUR, 20. SEPTEMBER 2021

VERÐSKRÁ GOLFHERM OG STAÐARREGLUR

STAÐARREGLUR: Kynnið ykkur staðarreglur hér að neðan. Með því að bóka tíma í aðstöðu Golfklúbbsins þá samþykir þú þá skilmála sem er að finna í þessu skjali.

VERÐSKRÁ GOLFKLÚBBSINS (gildir frá september 2022)

VerðskráVerðFastir tímarFastir+ og meðlimirÆfingÆfing10
Rótími4.5004.0003.8001.8001.500
Prýðistími6.6005.2004.8002.2001.500

Fullt verð á klukkustundin er kr. 6.600kr. (5.200kr. fyrir meðlimi). Veittur er afsláttur á rótíma, verð þá er 4.500kr. (4.000kr fyrir meðlimi. Rótími er mánudaga til fimmtudaga frá opnun til 16:00 og til 14:00 á föstudögum (sjá staðarreglur).

 • Gjaldið er fyrir einn golfhermi í eina klukkustund. Hægt er að bóka heila og hálfa tíma.
 • Virðið tímamörk – síðasti hálftíminn er 25 mínútur (áminning um að hleypa þeim sem á eftir koma að á réttum tíma).
 • Allt að átta manns geta verið í einum golfhermi á sama tíma.
 • Fjórir vanir kylfingar þurfa um þrjár klukkustundir til að leika 18 holur, þrír kylfingar um 2,5 klst. og tveir um 1,5. ATH. Golfklúbburinn selur ekki 18 holur eða 9 holur ðeins tíma.

Golfklúbbsaðild. Árgjaldið er 20.000kr. – sjá nánar hér að neðan.

Fastir tímar. Hægt er að bóka fasta tíma fram í tímann. Greiða þarf fasta tíma eigi síðar en við fyrsta tíma. Til að bóka fasta tíma þarf að bóka minnst einn hermi í 2 klst. Í 6 skipti fyrir áramót eða 9 skipti eftir áramót. Þeir sem koma tvisvar sinnum eða oftar fá aukinn afslátt (Fastir+)
Dæmi: 4 kylfingar bóka fasta tíma hálfsmánaðarlega 8 skipti fyrir áramót, í senn 3 klst. Gjaldið er 124.800 í heildina eða 31.200 á mann, eða 3.900 hvert skipti eða 1.125kr. á klukkustund á mann.

Æfingatímar. 30 mínútur á æfingasvæði, hægt er að kaupa 10 skipti („klippikort“) saman með auknum afslætti. Ath. að jafnaði er hægt að bóka æfingartíma (í öllum tilfellum er slík bókun víkjandi).

Hópabókanir. Séu þrír eða fleiri hermar bókaðir í þrjár klukkustundir eða meira þarf einn aðili að vera ábyrgur fyrir bókuninni. Leitið frekari upplýsinga um hvað við getum gert fyrir hópa, hringið í 820 9111 eða sendið póst á golf@golfklubburinn.is og við verðum í sambandi. Afboða verður hópbókanir með þriggja daga (72klst.) fyrirvara, ella greiðist bókaður tími að fullu.

Geymsla. Hægt er að geyma golfsett hjá Golfklúbbnum. Gjaldið er 5.000kr. (sept./maí). Meðlimir greiða ekkert. Ath. þó að gert sé ráð fyrri að aðeins kylfingar sem eiga búnað í geymslu og starfsmenn gangi um kylfugeymslur þá er ekki tekin ábyrgð á munum.

Happy hour. Það er alltaf gleðistund í Golfklúbbnum og þær eru allskonar. Gjafabréf, klippikort eða aðrar samningsgreiðslur gilda ekki þegar Happy Hour tilboð eru í gangi, nema þá gegn fullu verði. Athugið: Afslættir gilda ekki með öðrum tilboðum.

FÉLAGSGJALD

Ársgjald í Golfklúbbnum 20.000. Innifalið í árgjaldinu er:

 • Afsláttur af tímum (af fullu verði) sjá verðskrá
 • Afbókun með 24 klst. fyrirvara (í stað 48 klst.)
 • Geymsla á golfsetti.
 • Afsláttur af sveiflugreiningu 20%
 • Afslættir meðlima gilda aðeins fyrir meðliminn (þ.e. ekki fyrir aðra sem kunnu að vara í samfylgd meðlims).
 • Nýtt tímabil hefst 15. september. og gildir til 14. september næsta árs.

STAÐARREGLUR OG AÐRIR SKILMÁLAR

 • Gott er að mæta tímalega, þannig nýtir þú tímann þinn best.
 • Tímar eru á heilum og hálfum tíma.
 • Golfklúbburinn er veitingastaður, þú kemur ekki með nesti.
 • Verið í hreinum og þurrum skóm. Ekki koma í golfskóm með tökkum. Ekki fara í blautum skóm í herminn.
 • Þú notar hreinan búnað (kylfur, skó, bolta). Hægt er að þrífa búnað hjá okkur, ef svo ber undir.
 • Þú notar aðeins hreinan heilan (ekki skorinn eða rispaðan) bolta sem ekki hefur verið skrifað (tússað) á. Ef þú ert í vafa ræddu á við starfsmann. Við seljum golfbolta á lágu verði.
 • Rótími er ekki í gildi á frídögum (rauðum dögum) eða öðrum þeim dögum sem Golfklúbburinn ákveður t.d. frá Þorláksmessu til nýárs og í kringum páska.
 • Greiðslu staðfestingargjalds getur verið krafist við bókun.
 • Sé tími ekki afbókaður með tilskyldum fyrirvara áskilur Golfklúbburinn sér rétt til þess að innheimta fullt verð fyrir bókaðan tíma.
 • Bókaður tími er keyptur tími. Hægt að afboða tíma ef það er gert með meira en 48 klst. fyrirvara. Fastir tímar sem eru afboðaðir í tíma, er hægt að endurbóka í samráði við Golfklúbbinn innan tímabils.
 • Ekki nota 56° gráðurnar í full högg nema þú sláir nægilega lágt með kylfunni til þess að hitta tjaldið. Hvað þá að nota kylfur með meira lofti (hærri gráður). Hermarnir þola um 38° gráðu klifurhorn, sem á að duga fyrir högg með allt að 60° kylfu. Almenna reglan er: Ef þú slærð upp í loft þá bakkar þú um kylfu – nú eða bætir sveifluna þína 🙂
 • Ef starfsmaður óskar þess að kylfingur noti ekki ákveðna kylfu eða slái af lægra tíi þá skulu gestir virða það. Slík ósk er ekki að ástæðulausu.
 • Mundu að þú ert að leika í golfhermi, hlutirnir eru ekki alveg eins og þegar leikið er úti. Þú þarft að læra á herminn og aðlaga þig að umhverfinu.
 • Á föstudag- og laugardagskvöldum má gera ráð fyrir því að hópar séu með eitthvað aðrar áherslur í skemmtun sinni en á öðrum tímum. Þetta getur þýtt t.d. meiri umgang og háhreysti. Við óskum þess að gestir sýni þessu skilning.
 • Þegar stórviðburðir eru í sjónvarpi má gera ráð fyrir að einn eða fleiri hermar séu teknir undir sjónvarpsáhorf. Við gerum okkar besta til að láta þá sem bóka í golf á sama tíma vita.
 • Ekki er tekin ábyrgð á skaða / skemmdum sem villuhögg kunna að valda. Gestir eru á eigin ábyrgð. Á fyrstu fimm árum rekstrarins var okkur kunnugt um eitt atvik sem varð minniháttar slyst.
 • Hættu leik í tíma til þess að þeir sem á eftir koma geti byrjað á sínum tíma.
 • Það tekur nokkrar mínútur að stilla kerfið fyrir hvern leik, sá tími er hluti af bókuðum/greiddum tíma.
 • Golfhermarnir eru hátæknibúnaður (tölva, skynjarar, myndavél) sem getur bilað (frosið/hangið). Að jafnaði tekur um 3-4 mín. að endursetja búnaðinn. Ef slíkt gerist ítrekað þá bætir Golfklúbburinn þann tíma sem tapast með því að lengja í tímanum sem töfinni nemur – ef því verður ekki komið við, t.d. ef hermirinn er bókaður strax í kjölfarið, þá er veittur afsláttur í formi inneignar sem töfinni nemur.
 • Ef kerfið frýs, þá er hægt að endurræsa það á nokkrum mínútum, leikurinn sem var í gangi ætti að inn á sama stað og frá var horfið. Ekki er tekin ábyrgð á því ef leikurinn dettur út.
 • Afsláttur gildir ekki á afslátt ofan – þeir gilda ekki með öðrum tilboðum (fastir tímar, réttir dagsins, happy hour o.s.frv.)

Nánari upplýsingar:

Tölvupóstur: golf@golfklubburinn.is
Sími: 820-9111
Facebook: Golfklúbburinn
Gildir frá 20. sept. 2021
Réttur er áskilinn til þess að breyta verðskrá og skilmálum án fyrirvara. Ekki er tekin ábyrgð á villum í verðskránni.

Komdu inn að leika!

Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð. og við svörum við fyrsta tækifæri