GOLFKLÚBBURINN·MÁNUDAGUR, 20. SEPTEMBER 2021

VERÐSKRÁ GOLFHERMA:

Staðarreglur: Kynnið ykkur staðarreglur hér að neðan. Með því að bóka tíma í aðstöðu Golfklúbbsins þá samþykir þú þá skilmála sem er að finna í þessu skjali.

Fullt verð á klukkustundin er kr. 6.000kr. (4.200kr. fyrir meðlimi). Veittur er afsláttur á rótíma, verð þá er 4.000kr. (3.500kr fyrir meðlimi. Rótími er mánudaga til fimmtudaga frá opnun til 16:00 og til 14:00 á föstudögum (sjá staðarreglur).

 • Gjaldið er fyrir einn golfhermi í eina klukkustund. Hægt er að bóka heila og hálfa tíma. ATH. eftir kl. 17:00 er bókað í 1,5 klst. minnst og sama gildir á rauðum dögum (eða skv. ákvörðun Golfklúbbsins).
 • Síðasti hálftíminn er 25 mínútur (áminning um að hleypa þeim sem á eftir koma að á réttum tíma).
 • Allt að átta manns geta verið í einum golfhermi á sama tíma.
 • Fjórir vanir kylfingar þurfa um þrjár klukkustundir til að leika 18 holur, þrír kylfingar um 2,5 klst. og tveir um 1,5. ATH. Golfklúbburinn selur ekki 18 holur eða 9 holur. aðeins tíma.
 • Dæmi: Fjórir kylfingar sem bóka þrjár klukkustundir á prýðistíma greiða 18.000kr. eða 4.500kr. (1500kr. á klst.) á mann. Meðlimir greiða 3.150kr.
 • Dæmi: Meðlimur sem leikur með með fjórum í þrjár klukkustundir á rótíma er að greiða 750kr á klst.

Golfklúbbsaðild. Meðlimir fá 30% afslátt af fullu verði í herma, árgjaldið er 20.000kr. – sjá nánar hér að neðan.

Fastir tímar. Hægt er að bóka fasta tíma fram í tímann. Veittur er 20% eða 25% afsláttur, eftir fjölda tíma. Greiða þarf fasta tíma við bókun eða eigi síðar en fyrsta tíma. Til að bóka fasta tíma á 20% afslætti þarf að bóka minnst 3 klst. í 10 skipti fyrir áramót eða 14 skipti eftir áramót, þeir sem bóka vikulega fá 25% afslátt. Meðlimir fá 5% auka afslátt af sínu gjaldi.
Dæmi: 4 kylfingar bóka fasta tíma fyrir áramót, 3 klst. í senn hálfsmánaðarlega eða 8 skipti. Gjaldið er 108.000 eða 33.750 á mann (32.062 fyrir meðlim) eða 1.125kr. á klukkustund á mann.

Æfingatímar. 30 mínútur á æfingasvæði (ekki hægt að bóka) 1.500kr. og hægt er að kaupa 10 skipti saman á 1.200kr tímann. Meðlimir greiða 1.000kr á rótíma og 1.250kr. á prýðistíma. Ath. að jafnaði er ekki hægt að bóka æfingartíma (í öllum tilfellum er slík bókun víkjandi).

Hópatilboð. Þrír eða fleiri hermar bókaðir í þrjár klukkustundir eða meira og að einn aðili sé ábyrgur fyrir bókun og úttekt. Afsláttur er veitur af veitingum. Leitið frekari upplýsinga, sendið póst á golf@golfklubburinn.is og við verðum í sambandi. Afboða verður með þriggja daga (72klst.) fyrirvara.

Geymsla. Hægt er að geyma golfsett hjá Golfklúbbnum. Gjaldið er 5.000kr. (sept./maí). Meðlimir greiða ekkert. Ath. þó að gert sé ráð fyrri að aðeins kylfingar sem eiga búnað í geymslu og  starfsmenn gangi um kylfugeymslur þá er ekki tekin ábyrgð á munum.

Happy hour. Það er alltaf gleðistund í Golfklúbbnum og þær eru allskonar. Gjafabréf, klippikort eða aðrar samningsgreiðslur gilda ekki þegar Happy Hour tilboð eru í gangi, nema þá gegn fullu verði. Athugið: Afslættir gilda ekki með öðrum tilboðum.

FÉLAGSGJALD

Ársgjald í Golfklúbbnum 20.000. Innifalið í árgjaldinu er:

 • Afsláttur af tímum (af fullu verði) meðlims 30%
 • Rótímaverð 3.500kr. (mán. til fim. til kl. 16:00)
 • 5% aukaafsláttur af fyrirfram greiddum föstum tímum (aðeins af hluta meðlims)
 • Æfingasvæði á rótíma 1.000kr. og 1.250kr. á prýðistíma (ekki hægt að bóka).
 • Geymsla á golfsetti.
 • Afslættir meðlima gilda aðeins fyrir meðliminn (þ.e. ekki fyrir aðra sem kunnu að vara í samfylgd meðlims).
 • Nýtt tímabil hefst 15. september. og gildir til 14. september næsta árs.

Staðarreglur og aðrir skilmálar

 • Gott er að mæta tímalega, þannig nýtir þú tímann þinn best.
 • Tímar eru á heilum og hálfum tíma.
 • Golfklúbburinn er veitingastaður, þú kemur ekki með nesti.
 • Verið í hreinum og þurrum skóm. Ekki koma í golfskóm með tökkum. Ekki fara í blautum skóm í herminn.
 • Þú notar hreinan búnað (kylfur, skó, bolta). Hægt er að þrífa búnað hjá okkur, ef svo ber undir.
 • Þú notar aðeins hreinan heilan (ekki skorinn eða rispaðan) bolta sem ekki hefur verið skrifað (tússað) á. Við seljum golfbolta á lágu verði.
 • Galdurinn er í mjöðmunum.
 • Rótími er ekki í gildi á frídögum (rauðum dögum) eða öðrum þeim dögum sem Golfklúbburinn ákveður t.d. frá Þorláksmessu til nýárs og í kringum páska.
 • Greiðslu staðfestingargjalds getur verið krafist við bókun.
 • Sé tími ekki afbókaður með tilskyldum fyrirvara áskilur Golfklúbburinn sér rétt til þess að innheimta fullt verð fyrir tímann.
 • Bókaður tími er keyptur tími. Hægt að afboða tíma ef það er gert með meira en 48 klst. fyrirvara. Fastir tímar sem eru afboðaðir í tíma, er hægt að endurbóka í samráði við Golfklúbbinn innan tímabils.
 • Ekki nota 56° gráðurnar í full högg nema þú sláir hann nægilega lágt til þess að hitta tjaldið, hvað þá kylfur með meira lofti (hærri gráður). Hermarnir þola um 38° gráðu kylfurhorn, sem á að duga fyrir högg með allt að 60° kylfu. Almenna reglan er: Ef þú slærð upp í loft þá bakkar þú um kylfu – nú eða bætir sveifluna þína 🙂
 • Mundu að þú ert að leika í golfhermi, hlutirnir eru ekki alveg eins og þegar leikið er úti. Hermirinn aðlagar sig ekki að þér, þú þarft að læra á hann.
 • Ef starfsmaður óskar þess að kylfingur noti ekki ákveðna kylfu eða slái af lægra tíi þá skulu gestir virða það. Slík ósk er ekki að ástæðulausu.
 • Á föstudag- og laugardagskvöldum má gera ráð fyrir því að hópar séu með eitthvað aðrar áherslur í skemmtun sinni en á öðrum tímum. Þetta getur þýtt t.d. meiri umgang og háhreysti. Við óskum þess að gestir sýni þessu skilning.
 • Þegar stórviðburðir eru í sjónvarpi má gera ráð fyrir að einn eða fleiri hermar séu teknir undir sjónvarpsáhorf. Við gerum okkar besta til að láta þá sem bóka í golf á sama tíma vita.
 • Öll pútt eru bein. 🙂
 • Ekki er tekin ábyrgð á skaða / skemmdum sem villuhögg kunna að valda. Gestir eru á eigin ábyrgð.
 • Hættu leik í tíma til þess að þeir sem á eftir koma geti byrjað á sínum tíma.
 • Það tekur nokkrar mínútur að stilla kerfið fyrir hvern leik, sá tími er hluti af bókuðum/greiddum tíma.
 • Golfhermarnir eru hátæknibúnaður (tölva, skynjarar, myndavél) sem getur bilað (frosið/hangið). Að jafnaði tekur um 3-4 mín. að endursetja búnaðinn. Ef slíkt gerist ítrekað þá bætir Golfklúbburinn þann tíma sem tapast með því að lengja í tímanum sem töfinni nemur – ef því verður ekki komið við, t.d. ef hermirinn er bókaður strax í kjölfarið, þá er veittur afsláttur í formi inneignar sem töfinni nemur.
 • Ef kerfið frýst, þá er hægt að endurræsa það á nokkrum mínútum, leikurinn sem var í gangi á að koma inn aftur. Ekki er tekin ábyrgð á því ef leikurinn dettur út.
 • Afsláttur gildir ekki á afslátt ofna – þeir gilda ekki með öðrum tilboðum (fastir tímar, réttir dagsins, happy hour o.s.frv.)

Nánari upplýsingar:

Tölvupóstur: golf@golfklubburinn.is
Sími: 820-9111
Facebook: Golfklúbburinn
Gildir frá 20. sept. 2021
Réttur er áskilinn til þess að breyta verðskrá og skilmálum án fyrirvara. Ekki er tekin ábyrgð á villum í verðskránni.

Komdu inn að leika!

Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð. og við svörum við fyrsta tækifæri